ÍSL242 – iðnmeistaranám
MÁLNOTKUN I 242 (ritun)
Meginmarkmið
Nemendur fái aukna tilfinningu fyrir blæbrigðum íslensks ritmáls og möguleikum í notkun þess, m.a. í starfi
iðnmeistara. Þeir þjálfist í ritun í mismunandi tilgangi, æfist í að setja fram mál sitt á skýran og lipran
hátt með málsniði sem hæfir hverju tilefni og læri að nýta sér tiltæk hjálpargögn.
Námsmarkmið
Notkun handbóka og gagna
Við lok áfangans geti nemendur nýtt sér
- orðabækur og önnur hjálpargögn svo sem leiðréttingarforrit til að skrifa réttan
texta
- íðorðasöfn tengd viðkomandi starfsgrein
- handbækur um ritun og frágang
- ráðgjöf í málfarsefnum
- heimildir í starfsgrein sinni
- samheitasöfn í tölvum
Ritun og frágangur verklýsinga
Við lok áfangans skulu nemendur
- geta fyllt út stöðluð form verklýsinga og byggt upp eigið form
- hafa vanist því að gera hugmyndalista (atriðisorðalista) til undirbúnings ritunar
- gera greinarmun á hlutlægum og huglægum orðum og nota orð af nákvæmni
- vera færir um að byggja upp skipulegar verklýsingar fyrir afmarkaða verkþætti í starfsgrein
sinni sem aðrir geta unnið eftir
Bréfaskriftir
Við lok áfangans verði nemendur færir um að
- að setja upp og rita formleg bréf af ýmsum toga
- nota viðeigandi málsnið í formlegum og persónulegum skrifum
Skýrslugerð
Við lok áfangans skulu nemendur
- geta fyllt út stöðluð skýrsluform
- vita hvaða málsnið hentar skýrslum og greinargerðum
- þekkja grundvallaratriði er varða uppbyggingu, ritun og frágang skýrslna og greinargerða og geta
ritað einfalda skýrslu á skýran og skipulegan hátt
- þekkja helstu einkenni stofnanamáls og kunna að varast það í eigin málnotkun