ÍSLE2BF05

ÍSLE2BF05     Fornbókmenntir og málsaga

Undanfari: ÍSLE2SG05 eða sambærilegur áfangi

Í áfanganum er lögð áhersla á íslenskar bókmenntir og sögu þeirra frá landnámsöld til siðaskipta. Nemendur fræðast einnig um orðaforða og beygingakerfi fornmáls og öðlast þannig betri skilning á textunum og málfari þeirra. Fjallað verður um helstu þætti í þróun íslenskunnar frá fornu til okkar daga.