KLP 202 Klipping 2
Undanfari: KLP 103
Áfangalýsing
Nemandinn fær aukna þjálfun við klippingu samkvæmt Pivot Point kerfi á æfingarhöfði og módeli
Öðlast grunnþekkingu á formklippingu (herra), aukna þekkingu á fláa, auknum styttum, jöfnum
styttum og þynningu. Lögð er áhersla á vinnu með klippivélum með mismunandi kömbum og
einnig á hnífum til þynningar.
Áfangamarkmið
Að loknu námi í áfanganum á nemandinn að
þekkja
- til hlítar ýmis hugtök sem tengjast klippingum
geta
- klippt hnakka og hliðartopp snöggt með vél og skærum
- þynnt hár með hníf og þynningarskærum
- klippt formklippingu á æfingarhöfði og módeli samkvæmt Pivot Point út frá eigin
verklýsingu
- klippt dömu- og herraklippingu samkvæmt eigin verklýsingu á æfingarhöfði og módeli
- klippt módel samkvæmt óskum þess og gert verklýsingu af verkinu
hafa gott vald á
- greiðum, skærum, þynningarskærum, hnífum, klippivél með skiptanlegum kömbum.
Námsmat : Frammistaða á önn 30%
Lokapróf 70%