KYNJ2KJ05

KYNJ2KJ05     Kynjafræði

Undanfari: FÉLVÞF05 eða sambærilegur áfangi

Kyn er grundvallarstærð í tilverunni og eitt af því sem skapar margbreytileika mannlegs samfélags rétt eins og þjóðerni, kynhneigð, aldur, stétt, fötlun og fleiri félagslegir áhrifaþættir og því varða jafnréttismál alla. Markmið áfangans er að nemendur þjálfist í að skoða heiminn með kynjagleraugum og nái tökum á helstu hugtökum kynjafræðinnar. Meðal efnisþátta er staða kynjanna á Íslandi og erlendis, saga jafnréttisbaráttunnar, klám og klámvæðing, kynbundið ofbeldi, völd og stjórnmál, staðalmyndir og birtingamynd kynjanna í afþreyingarefni og fjölmiðlum. Eitt af meginmarkmiðum áfangans er að vekja ungt fólk til meðvitundar um réttindi sín hvað varðar jafnréttismál.