LAN 103 Almenn landafræði

LAN 103 Almenn landafræði.

 
Í þessum áfanga er fjallað um landafræði sem fræðigrein, notagildi hennar og tengsl við aðrar fræðigreinar. Lögð er áhersla á kortalestur og kortagerð, ýmsar gerðir loftmynda og túlkun þeirra. Fjallað er um landnýtingu á Íslandi og á heimsvísu, breytingar á notkun lands og afleiðingar þess. Skilgreint er hvað felst í skipulagi lands og á hvaða stoðum slíkt skipulag hvílir. Gerð er grein fyrir undirstöðum efnahagslífs, nýtingu auðlinda og tengslum þessara þátta. Kynnt eru grunnhugtök lýðfræðinnar, vandamál er tengjast fólksfjölgun og breytingum á búsetumynstri og loks orsakir og afleiðingar fólksflutninga. Megináhersla er á að nemendur vinni nokkur sérhæfð en fjölbreytt verkefni sem krefjist upplýsingaöflunar með margs konar miðlum og úr fjölbreyttum heimildum.