LEI 103 Leikur náms og þroska

LEI 103 Leikur sem náms- og þroskaleið

Undanfari:

Uppeldisfræði 103

Áfangalýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á mikilvægi leiksins sem náms- og þroskaleiðar í uppeldi hvers barns. Áhersla er lögð á leikþroska eftir aldursstigi og hvernig börn leika sér. Unnið verður með mismunandi flokkun leikja, fjallað um hlutverkaleiki og mismunandi menning kynjanna er skoðuð með tilliti til leiksins. Jafnframt um mikilvægi leiksins fyrir félagsleg samskipti barna og málörvun. Einnig að nemendur öðlist þekkingu á hvernig hægt er að nýta sér leikinn sem leið í kennslu barna. Nauðsyn þess að starfsmenn skóla virði leikþörf barnsins og tryggi heppileg leikskilyrði. Í kennslunni verði gert ráð fyrir virkri þátttöku nemenda m.a. með umræðum, verklegum æfingum og vettvangsheimsóknum.

Áfangamarkmið

Nemandi

Efnisatriði

Námsmat

Verkefni

 

  1. • Skriflegt próf
  2. • geri sér grein fyrir helstu einkennum leiks eftir aldri og þroska barna
  3. • fræðist um málþroska barna og orða- og hugtakaþjálfun í leik 
  4. • kynnist hvernig og hvað börn læra í leik
  5. • átti sig á mismunandi leikmenningu kynjanna
  6. • þekki helstu flokka leiks
  7. • þekki mun á sjálfsprottnum og skipulögðum leik 
  8. • kynnist hlutverki hins fullorðna í leik barna
  9. • öðlist jákvæð viðhorf og virðingu gagnvart leik barna

     

 

Kenningar um leikinn, leikur sem kennsluaðferð, þróun leiksins, leikur sem leið til að þjálfa alhliða þroska barna s.s. félags-, mál-,og hreyfiþroska. Flokkun leikja, leikskilyrði og leikefni.Virðing fullorðinna fyrir leiknum og hlutverki fullorðinna gagnvart leik barna.

fái innsýn í mismunandi kenningar um leik