LÍF 113 Líffræði

LÍF 113

Undanfarar NÁT 103 og LÍF 103

Vistfræði

Með verkefnavinnu aðallega, er nemendum veitt innsýn í vistfræðina sem fræðigrein, aðferðafræði hennar og viðfangsefni. Lögð er áhersla á sérstöðu Íslands jafnframt því sem samhengi hlutanna á heimsvísu er skoðað t.d. hvað varðar mengun, auðlindir og líffræðilegan fjölbreytileika. Hugtakanotkun er æfðog markvisst reynt að láta nemendur átta sig á ábyrgð sinni á umhverfinu sem einstaklingar og sem hluti af heild þ.e. þjóðarinnar. Þá er lögð áhersla á að nemendur taki afstöðu í málum sem varða náttúruna og umgengni um hana. Áfanginn er próflaus en verkefnin (u.þ.b. 10 vikuverkefni) eru metin til einkunna sem vegin saman gefa lokaeinkunn í áfanganum.