LÍFF3VE05

LÍFF3VE05     Verkefnalíffræði

Undanfari: LÍFF2LE05 eða LÍFF2VF05 eða sambærilegur áfangi

Í þessum valáfanga í líffræði fyrir náttúruvísindabraut er lögð áhersla á að nemandinn samþætti þá þekkingu og færni sem hann hefur tileinkað sér í fyrra námi, með sérstakri áherslu á líffræði. Meginmarkmið áfangans er að brjóta niður veggi milli fyrri áfanga og setja efni þeirra í víðara samhengi en áður hefur verið gert. Hver nemandi vinnur a.m.k. eitt stórt einstaklingsverkefni og fleiri minni verkefni ýmist einn eða í hóp. Efnisþættir eru valdir í samráði við nemendur hverju sinni.