LLF 102
Í áfanganum er fjallað umnæmisfræðina (sensitometri) sem fjallar um myndun mynda í auganu með taugaboðum, í ljósmynd með
hjálp ljósnæmra salta í filmunni og í rafeindasjám (skönnum og stafrænum myndavélum) með krystöllum í CCD fylkjum.
Lögð verður áhersla á að nemandinn fái skilning á hvernig þessi tækni og efni hegða sér og þeim aðferðum sem
notaðar eru til að skilgreina yfirfærslu frummyndar á filmu, á ljósnæman pappír eða sem stafrænar upplýsingar í tölvu.
Leggja þarf áherslu á að nemandinn skilji mælieiningar og hugtök og fái æfingu í að nýta sér yfirfærslurit
bæði með tilliti til efna og eðlisfræðilegrar afrita, einnig þekju og litrófsmælingar.
Í áfanganum er einnig fjallað umþriggja-lita fræðina (Tricolor theori) og hvernig hún ?skýrir? litsjón augans en á henni byggjast
þær aðferðir sem nýttar eru í litmyndun, bæði í ljósmynd og tölvu. Fjallað er um eðli samlægða og
frádrægra banda í litrófinu og nemendur æfðir í að tileinka sér þann þankagang sem notaður er til að stýra og
lagfæra liti í myndum. Einnig þarf nemandinn að öðlast skilning á hinum ýmsu litrýmum (gamuts) sem filmur og tæki vinna með og geti gert
sér grein fyrir þeim göllum sem eru á þeim miðað við mannlega sjón. Þar þarf líka að koma skilningur á ritun lita
í tölvuumhverfi, þ.e. RGB, CMY(K), Lab og HSB og hæfni til að nýta sér þau til litstýringar. Æfa þarf nemandann í að
hugsa rökrétt í litaböndum og tónum og öðlast möguleika á að nýta sér þá hæfni til að dæma og
stýra myndgerðar ferli.
Æskilegur áfangi áannarri önn.