Lokaprófsáfangi

Í lokaprófsáfanga er námsmat fjölbreytt og nemendur fá tækifæri til að láta þekkingu sína, leikni og hæfni í ljós. Námsmatinu er ætlað að vera upplýsandi um stöðu nemandans hverju sinni. Regluleg endurgjöf er mikilvæg til að nemendur hafi tækifæri til að bregðast strax við séu þeir að fara út af sporinu.

Áherslan skal vera á leiðsagnarhlutverk og að nemandi hafi tækifæri til að bæta sig.

Vægi lokaprófs skal vera 30% - 60%.

Auk lokaprófs skal áfanginn byggja á að minnsta kosti þremur öðrum námsmatsþáttum, hver þeirra skal gilda mest 20%.

Námsmat má þó innihalda “óvirkt námsmat” t.d. þegar 15% matsþáttur byggir á fjórum verkefnum/prófum og aðeins þrjú þau bestu gilda.

Vetrareinkunn er vegið meðaltal allra námsmatsþátta á önninni og til að hún gildi þurfa nemendur að standast þær kröfur sem settar eru fram í kennsluáætlun viðkomandi áfanga.

Ef lokapróf er úr öllu námsefni annarinnar er heimilt að skilyrða að nemandi nái að lágmarki 45% af prófþáttunum annars gildi vetrareinkunn ekki.