MAT 102 Matur og næring
Undanfari:
Enginn
Áfangalýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á grunnatriðum næringarfræði og
næringarþörf barna, framreiðslu matar, varðveislu matvæla og einkennum vannæringar. Fjallað er um næringargildi og og samsetningu algengustu
matvæla. Nemendur æfa sig í framreiðslu einfaldra matseðla og að áætla magn pr. barn. Farið er í borðsiði og þau uppeldislegu
tækifæri sem felast í borðhaldi. Nemendur fá fræðslu og þjálfun í umgengni við að halda vinnusvæðum og búnaði
hreinum og læra að þekkja og meðhöndla algengustu hreinsiefni. Fjallað er um lífsskilyrði örvera, helstu matarsjúkdóma og aðferðir
til að koma í veg fyrir þá með réttri meðferð matvæla. Jafnframt er fjallað um fæðuóþol til að nemendur öðlist
skilning á því og læri að bregðast við óþolseinkennum og ofnæmislosti.
Áfangamarkmið
Nemandi
þekki næringarþörf barna og fullorðinna
Efnisatriði
Örverur, hreinlæti, næringarþörf, næringargildi, vannæring, framreiðsla, geymsla matvæla, geymsluþol, næringarinnihald
matvæla, sótthreinsun búnaðar, hreinsiefni, gerlar, veirur, sveppir, matarsjúkdómar, fæðuóþol, ofnæmi, borðsiðir,
borðhald.
Námsmat
skriflegt próf
• verkefni
- • þekki næringarinnihald algengustu matvæla
- • þekki helstu borðsiði og skilji mikilvægi þess að borðhald fari vel fram
- • læri að ganga um vinnusvæði þar sem matvæli eru til meðferðar og nota algengustu hreinsiefni
- •þekki aðferðir til að geyma matvæli
- • kunni skil á geymsluþoli matvæla
- • þekki lífsskilyrði örvera
- • skilji mikilvægi hreinlætis í umgengni við matvæli
- • þekki helstu matarsjúkdóma
- • þekki einkenni og afleiðingar fæðuóþols og kunni að bregðast við óþolseinkennum