NÁTT1GR05 Vísindaleg vinnubrögð og náttúrufræðigreinar
Í þessum byrjunaráfanga er lögð áhersla á að nemendur kynnist náttúruvísindum á fjölbreyttan hátt. Í áfanganum er lögð áhersla á líffræði (vistfræði), efnafræði, umhverfisvísindi og jarðfræði. Í áfanganum er kynnt sú aðferðarfræði sem er sameiginleg náttúru- og raunvísindum. Eftirfarandi efnisþættir verða kynntir: Eðli vísinda: helstu skref vísindalegra aðferða, SI-einingakerfið, mælinákvæmni og markverðir stafir. Vistfræði: flokkun lífvera, lífverur í vistkerfi, hringrás kolefnis, framvinda vistkerfa og lífverur á Íslandi. Efnafræði: atómið og frumefni, lotukerfið, efnatengi og efnahvörf. Jarðfræði: notkun jarðfræðikorta og jarðfræði Íslands. Umhverfisvísindi: orsakir loftslagsbreytinga og afleiðingar þeirra á Íslandi. Lögð er áhersla á að nemendur tengi þá þekkingu sem þeir öðlast í efnafræði, líffræði og jarðfræði við náttúru Íslands, umhverfi sitt og daglegt líf.