PEM 202 Permanent 2

PEM 202 Permanent 2

Undanfari: PEM 102

Áfangalýsing

Nemandi fær frekari þjálfun og öðlast færni í upprúllun á permanenti og gerð verklýsinga. Farið

er í ýmis permanentefni og vinnuaðferðir og kennd greining hárs.

Áfangamarkmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandinn að:

þekkja

  • mismunandi upprúll fyrir permanent og útkomu úr þeim
  • spólugerðir og notkun þeirra
  • tvær tegundir efna og notkun þeirra.

geta

  • greint ástand hárs
  • valið efni með hliðsjón af greiningu
  • meðhöndlað á viðeigandi hátt eftir meðferð
  • notað a.m.k. tvær tegundir permanentefna
  • sett permanent í módel samkvæmt verklýsingu, hvort sem um er að ræða sítt eða stutt

hár

hafa gott vald á

  • vali á permanentvökva
  • ísetningu permanentvökva
  • skolun og festun

Námsmat : Frammistaða á önn 30%

Lokapróf 70%