PEM 502 Permanent 5
Undanfari: PEM 402
Áfangalýsing
Stefnt er að því að nemandi geti útfært permanent fyrir dömur og herra í þeim tíðaranda sem er
ráðandi og tekið frumkvæði við val á efnum, með tilliti til endarlegrar útkomu. Hann skal geta gert
verklýsingu og spjaldskrá af verkinu, greint ástand hársins, valið spólugerðir miðað við hárgerð
viðskiptavina og fyrirhugaða útkomu samkvæmt verklýsingu.
Að loknu námi í áfanganum á nemandinn að
geta
- unnið af sjálfstæði
- unnið eftir þeim straumum sem eru ráðandi hverju sinni
- valið efni og spólugerðir miðað við hárgerð og fyrirhugaða útkomu
- gert spjaldskrá fyrir viðskiptavin og verklýsingu
- valið módel til pófs með tilliti til endarlegrar útkomu
- ákveða útkomu sem hæfir viðkomandi persónu
hafa gott vald á
- sjálfstæðum vinnubrögðum
- tískustraumum hverju sinni
Námsmat : Frammistaða á önn 30%
Lokapróf 70%