RAK 102 Skeggsnyrting og rakstur 1

RAK 102 Skeggsnyrting og rakstur 1

Áfangalýsing

Nemandi lærir að klippa og greiða skegg í mismunandi form miðað við mismunandi andlitslögun

samkvæmt Pivot Point kerfi. Einnig er rakað með rakhníf að útlínum skeggs.

Áfangamarkmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandinn að

þekkja

  • mismunandi andlitsform og skeggform
  • rakstursbrautir
  • efni og áhöld sem notuð eru við skeggklippingu og rakstur

geta

  • klippt skegg í mismunandi form
  • rakað í kringum skegg með rakhníf

hafa gott vald á

  • greiðum, skærum, rakhníf og klippivél

Námsmat : Frammistaða á önn 30%

Lokapróf 70%