RAK 201. Skeggsnyrting og rakstur 2

RAK 201. Skeggsnyrting og rakstur 2

Undanfari: RAK 102

Áfangalýsing

Nemandi fær upprifjun í að klippa og greiða skegg í mismunandi form miðað við mismunandi

andlitslögun. Auk þess lærir hann að klippa og raka alskegg í mismunandi form og munstur.

Hann útfærir skeggklippingar og rakstur eftir tískustraumum hverju sinni.

Áfangamarkmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandinn að

þekkja

  • mismunandi skeggvöxt og húð.
  • raksturstækni í samræmi við það.
  • efni og áhöld sem notuð eru við skeggklippingu og rakstur.

geta

  • klippt skegg í mismunandi form og útfærslur.
  • rakað í kringum skegg með rakhníf og gert skarpar línur.
  • greitt mismunandi greiðslur á skeggi.

hafa gott vald á

  • formmótun við skeggsnyrtingu og rakstur

Námsmat : Frammistaða á önn 30%

Lokapróf 70%