RAM 303 Rafmagnsfræði og mælingar

Rafmagnsfræði                                                                     RAM 303
Undanfari:    RAM 203
Áfangalýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandi öðlist færni á útreikningum og mælingum á riðstaumsviðnámi spólu og þéttis, samviðnámi (Z), samsettra RLC rása, fasviki og fasviksbreytingum riðstraumsmerkja í RLC rásum við mismunandi tíðnir. Nota skal hermiforrit til glöggvunar á mælingum. Grunnatriðum um hljóðtækni eru gerð skil og kynnt eru grunnatriði við hljómburð og lýsingatækni. Útreikningar gerðir á ýmsum síum.Farið er í heiti, merkingar, teiknitákn, virkni og notkunarmöguleika eftirtalda íhluta: viðnáma, umhverfisháðra viðnáma, þétta og spóla. Kynntir helstu staðalar sem eru notaðir við merkingar á þessum íhlutum.
Nemendur öðlist skilning á dB útreikningum.
Áfangamarkmið:
Nemandi
·         þekki eiginleika RC -, RL - og RLC - rása, sía og eigintíðnirása
·         þekki grunnhugtök hljóðtækninnar
·         þekki grunnhugtök við birtumælingar
·         geti reiknað út og hannað síur með RC, RL og LRC íhlutum, eigintíðnirásir með LC íhlutum og staðfest útreikninga með mælingum
·         geti búið til og nýtt sér einfalda deyfiliði
·         geti reiknað og mælt verkefni sem tengjast hljóðtækni og gert skýrslur sem tengjast þeim verkefnum
·         kunni skil á desibel útreikningum og skilji notagildi þeirra
·         geti nýtt sér hermiforrit til aukins skilnings á virkni rása
·         geti notað sveiflusjá, lág- og hátíðnimerkjagjafa, hliðræna- og stafræna fjölsviðsmæla
·         þekki hvernig íhluti eru merktir og teikni tákn þeirra
·         þekki og virkni umhverfisháða viðnáma
 
Efnisatriði:
Eiginleikar spólu og þéttis, RC -, RL - og RLC rásir. Eigintíðni, marktíðni, bandbreidd. Síur; lághleypisía (low-pass), háhleypisía (high-pass), bandhleypisía (band-pass), bandstoppsía (band-stop). Óvirkar síur. Styrkútreikningar (dB, dBm), Grunnhljóðtækni, Hljóðnemar og hátalarar.deyfiliðir, merkingar og teiknitákn. Umhverfisháð viðnám; LDR, NTC, PTC og VDR.
Námsmat:
            Verkefnaskil og próf
            Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5,0