RAM 403 Rafmagnsfræði og mælingar

Rafmagnsfræði                                                                     RAM 403

Undanfari:    RAM 303
Áfangalýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur nái tökum á grunnhugtökum rafeðlisfræðinnar og geti leyst einföld verkefni sem tengjast notkun á raforku og hvernig raforka breytist í ljós- hita- hljóð-, mynd og hreyfiorku. Farið er í uppbyggingu og virkni ýmissa véla, tækja og búnaðar og gerðar tengimyndir og kynnt teiknitákn fyrir þau. Kenndar eru jafngildismyndir fyrir rafrásir í jafnstraums og einfasa riðstraumskerfum, samhliða unnið í mælingarverkefnum.
Farið er í mismunandi áraun rafbúnaðar við ræsingu, tómgang og fullt álag, samhliða unnið í mælingarverkefnum. Farið er í 3ja fasa rafbúnað og tengingar.
Fjallað um mælitæki og tengingu þeirra og leyst einföld verkefni er varða rekstur spenna, tækja og véla.
Áfangamarkmið:
Nemandi
·         geti teiknað jafngildismyndir fyrir jafnstraums og einfasa riðstraumsbúnað
·         þekki eiginleika tækja og búnaðar í ræsingu og tómgangi
·         viti hvernig raforka breytist í ljós-, hita-, hljóð-, mynd og hreyfiorku
·         þekki tengimyndir og tengitákn þriggja fasa riðstraumsrása
·         geti nýtt sér hermiforrit til aukins skilnings á virkni þessara rása
·         geti reiknað og mælt verkefni sem tengjast orkufrekum rafbúnaði og riðstraumsrásum og gert skýrslur sem tengjast þessum verkefnum.
 
Efnisatriði:
Einfasakerfi, riðstraumsrásir, ein - og þrífasa spenna, álag með fasviki, riðstraumsviðnám þétta, riðstraums viðnám spóla, fasviksjöfnun, álagsstraumar, einfaldar rafvélar, hitatæki, ljósgjafar, spennar, þrífasa rafbúnaður, þrífasa tengingar.
Námsmat:
            Verkefnaskil og próf
            Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5,0