ROG 102
Undanfari enginn.
Í áfanganum er miðað við að nemendur fái innsýn í starfsemi fyrirtækja, þ.e. inn í hvers konar umhverfi þeir koma til
með að starfa þegar þeir útskrifast. Áhersla er lögð á þjónustuhlutverk greina samhliða þeirri framleiðslu sem
stunduð er. Grunnhugtök rekstrarfræðanna eru kynnt nemendum og leitast við að setja þá í hagnýtt samhengi við viðfangsefni nemendanna,
t.d. kostnaðarhugtökin og hverjir leggja fyrirtækinu lið og hvað vilja þeir fá í staðinn. Nemendur fá að kynnast helstu þáttum
í framleiðslustýringu, hvaða upplýsingar þarf að hafa á takteinum, hvernig hagstæðast er að kaupa inn hráefni og hvernig
framleiðslan er skipulögð og haft er eftirlit með framgangi verkefna. Fjallað er um flest grunnatriði gæðastjórnunar. Sýnt hvers vegna
viðskiptavinurinn er mikilvægasti hlekkurinn í framleiðsluferlinu. Fjallað er um hvernig frávik birtast í öllu sem gert er og hvernig hægt er
að hafa stjórn á því með aðferðum altækrar gæðastjórnunar. Kennd er flæðiritagerð. Farið er í
nokkur atriði sem lúta að liðsstarfi í fyrirtækjum. Dreginn er fram munurinn á gæðastjórnun sem byggir annars vegar á stöðlum
og eftirliti og hins vegar á hugmyndafræði altækrar gæðastjórnunar. Í áfanganum eru einnig tækifæri til að leggja fyrir nemendur
verkefni, þar sem þeir geta æft sig í t.d. að kaupa inn í hagkvæmu magni, reikna út framleiðni og gera verðútreikninga og
tilboðsgerð og skoða hver áhrif hinna ýmsu kostnaðarhugtaka eru á rekstur fyrirtækja og þar með hver áhrif einstaklings eru á
velgengni fyrirtækisins sem þeir koma til með að vinna hjá.
Æskilegur áfangi áannarri önn.