Rafeindatækni
RTM 202
Undanfari: RTM 102.
Áfangalýsing
Í áfanganum eru farið í BJT – transistorinn og áhersla er lögð á að nemendur kynnist
transistor sem rofa. Nemendur hanna einfalda jafnstraums og riðstraums transistor magnara, herma rásirnar í forriti og smíða síðan a.m.k. einn slíkan.
Fjallað er um mismunandi tengingar transistora (common emitter, common base, common collector) og hvernig nota má upplýsingar frá framleiðendum til að hanna
rafeindarásir.
Áfangamarkmið:
Nemandi
- þekki eiginleika transistora
- geti leitað að bilunum og lagfært þær í einföldum rafeindarásum
- geti með mælingum ákvarðað skaut og gerð BJT – transistora
- geti með mælingum sett upp útgangslínur fyrir BJT og lagt inn í DC-vinnulínu og vinnupunkt.
- þekkja virkni transistorsins sem rofa.
- þekkja kosti og galla mismunandi DC – spennufæðingar á BJT –transistora og hvaða
þáttur/þættir hafa áhrif á hana(t.d. hiti, straummögnun)
- þekkja h-stuðla (h-parameters), r – stuðla (r-parameters) fyrir BJT – transistora og geta notað þá
í samanburðarreikningum.
- geta teiknað dc - og ac jafngildisrásir af einföldum transistormögnurum (common emitter, common base, common
collector)
- geta reiknað dc og ac stærðir transistorstiga og gert samanburðarmælingar á dc –spennum og ac -
spennumögnun, inngangsmótstöðu og útgangsmótstöðu.
- geti hannað einfalda transistormagnara, smíðað og prófað
- geti notað upplýsingar frá framleiðanda til að meta virkni BJT - hluta
- hafi gott vald á viðeigandi mælitækjum, hermiforritum og útreikningum í framangreindum verkefnum og geti sett
niðurstöður sínar fram með skilmerkilegum hætti í vinnubók
Efnisatriði:
Bipolar transistor sem rofi og magnari . Notkun bipolar transistora sem multivibratorrásir. Einfaldar magnara rásir með
BJT – transistorum.
Námsmat:
Verkefnaskil og próf
Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5,0