SÁLF1SD05

SÁLF1SD05     Sálfræði daglegs lífs

Undanfari: FÉLVÞF05 eða sambærilegur áfangi

Í áfanganum læra nemendur sálfræðilegar aðferðir til að hafa áhrif á eigin líðan og andlegan styrk. Fjallað verður um tengsl hugsana við líðan og unnið eftir kenningum hugrænnar atferlismeðferðar. Unnið verður með slökun og streitustjórnun auk þess sem nemendur gera verkefni í anda jákvæðrar sálfræði, þjálfast í núvitundaræfingum og notkun tónlistar og slökunar til að hafa áhrif á líðan sína. Einnig verður unnið með samskiptahæfni, tilfinningar, sjálfsstyrkingu og nemendur skoða ýmsa þætti í sinni eigin hegðun og umhverfi sínu sem hafa áhrif á líðan þeirra.