SAÞ 103 Samskipti og þjónusta

SAÞ103

Undanfari: Enginn
Samskipti og þjónusta
áfanganum er fjallað um mikilvægi góðrar færni í samskiptum og að kunna viðeigandi framkomu. Í þessum áfanga er megináhersla á þætti sem tengjast samskiptum innan starfshópa, mikilvægi hópvinnu og samvinnu. Fjallað um þroskaferli hópa, samskipti innan hópa, mismunandi hóphlutverk og einkenni árangursríkra liðsheilda. Nemendur fræðast um mikilvægi uppbyggilegs starfsanda, áhrif hans á árangur og þjónustu. Nemendur kynnast samskiptavandamálum á vinnustöðum, hvernig megi sporna gegn þeim og ábyrgð einstaklingsins á því. Nemendur læri um ágreining bæði eðli ferli og uppbyggilega meðhöndlun. Þeir fá þjálfun í að veita uppbyggilega gagnrýni og vinna og taka á móti gagnrýni og vinna úr með uppbyggilegum hætti