Smáskipanám - skipstjórn
Verkmenntaskóli Austurlands býður upp á námskeið sem ætlað er þeim sem vilja auka atvinnuréttindi sín til að starfa sem skipstjóri á smáskipum upp í allt að 15m lengd í strandsiglingum (með að hámarki 12 farþegum og takmörkun á farsviði), enda hafi þeir áður öðlast 12m skipstjórnarskírteini eða lokið viðurkenndu smáskipaskipstjórnarnámi sem í boði var fyrir 1. september 2020.
Fyrirkomulag kennslu
Fyrirkomulagið verður í formi fjar-og lotunáms. Hluti náms verður í fjarnámi en nemendur munu þurfa mæta í verklegar lotur sem verða auglýstar þegar fjöldi nemenda og skipulag lotna liggja fyrir.
Innihald kennslu
Kennt verður samkvæmt nýrri námskrá
Náminu er skipt í nokkra námsþætti sem allir mynda eina heild til þessara réttinda, m.a. siglingareglur, stöðugleika, siglingahermi, fjarskipti (ROC skírteini) og viðhald vélbúnaðar.
Námskeiðið samsvarar 7 eininga námi í framhaldsskóla (um fjórðungur úr önn).
Útgáfa atvinnuskírteinis
Til þess aða fá útgefið atvinnuskírteini að loknu <15m námi, þarf að leggja fram staðfestan siglingatíma í eitt ár (átta mánuði), vottorð um heilsufar (sjón) og að viðkomandi sé orðin 18 ára og hafi lokið námskeiði í öryggisfræðslu hjá Slysavarnarskóla sjómanna, eða öðrum viðurkenndum aðila. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Samgöngustofu.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði miðast við að nemendur hafi lokið grunnskólaprófi og séu a.m.k. 16. ára þegar þeir hefja nám. Ekki e rþó hægt að sækja um skirteini hjá Samgöngustofu fyrr en 18 ára.
Nemendastundir: 140
Verð á námi: 200.000.- (Námskeiðsgjöld eru óafturkræf)
Verkmenntaskóli Austurlands áskilur sér rétt til þess að aflýsa námskeiðinu ef þátttaka er dræm.
Hægt er að sækja um námið hér