Smíðadeild - leiðbeiningar 5. október 2020

Grunnám bygginga- og mannvirkjagreina og húsasmíðabraut tilheyrir sóttvarnahólfi 5.

Inngangur í hólf 5 er um aðalinngang verknámshúss. Athugið að búið er að skipta setustofu í anddyri upp í tvö hólf og nemendur er ekki heimilt að fara á milli hólfa.

Öll rými á 2. hæð (fyrir utan stofu 22) tilheyra sóttvarnahólfi 5.

Nemendur í smíðadeild hafa aðgang að mötuneyti kl. 12:30 - 13:00.

Kennsla fer öll fram samkvæmt stundaskrá en athugið að breytingar hafa verið gerðar á kennslustofum fyrir tíma hjá Steindóri.

Verklegir áfangar á brautunum sem Nonni og Eyþór kennda verða kenndir í staðnámi og það sama á við um fagbóklega áfanga hjá Steindóri, með tveimur undantekningum þó. Á fimmtudögum verða eftirfarandi tímar kenndir í gegnum Bláa hnöttinn:

  • 9:25 FRVV1SR03
  • 10:20 TEIV2GH05

Almennir áfangar eins og stærðfræði, enska, íslenska, danska, hreyfing, lífsleikni o.s.frv. verða kenndir i fjarnámi í gegnum Bláa hnöttinn.

Nemendur að mæta stundvíslega í alla tíma á Bláa hnettinum. Upplýsingar fyrir hvern áfanga verða aðgengilegar á Kennsluvef (https://moodle.va.is/ ) en þaðan fara nemendur inn í Bláa hnöttinn. Ef nemendur lenda í vandræðum með að komast inn á hnöttinn er mikilvægt að þeir hafi samband við kennara og/eða Viðar kerfisstjóra, vidar@va.is .

Ef nemendur lenda í vandræðum með að komast inn á hnöttinn er mikilvægt að þeir hafi samband við kennara og/eða Viðar kerfisstjóra, vidar@va.is .