Sóttvarnareglur VA - Kynnið ykkur vel!

 

  1. Grímuskylda er þar sem ekki er hægt að halda 1 metra fjarlægð.
    • Heimilt er að sleppa grímu eftir að sest er niður í kennslustund þó að ekki sé hægt er að halda 1 metra fjarlægð.
    • Athugið þó að kennarar eru verkstjórar í kennslustofum og geta þeir farið fram á grímunotkun.
  2. Allir eiga að gæta fyllsta hreinlætis og spritta sig um leið og komið er inn í skólann og/eða farið úr einni skólabyggingu í aðra. Sprittstöðvar eru við alla innganga.
  3. Fjöldatakmörk miða við að ekki séu fleiri en 200 í rými hverju sinni. Rými eru t.d. kennslustofa, bókasafn, nemendarými, friðarstofa, anddyri.
  4. Allir nemendur eiga að sótthreinsa sitt borð og stólbak eftir hvern tíma. Kennarar nýta síðustu mínútur af kennslustund til að leiðbeina nemendum með hvernig þetta er framkvæmt. Munið að sótthreinsa borðið eins og þið væru að sótthreinsa fyrir ykkur sjálf.
  5. Í verknámsstofum þar sem nemendur nota sameiginlegan búnað fylgja þeir fyrirmælum frá kennara varðandi sótthreinsun á búnaði.
  6. Ef nemandi finnur til einkenna sem líkjast einkennum Covid á hann ekki að mæta í skólann.

 

Síðast breytt 22.2.2022