STÆ243 - Iðnmeistaranám
VIÐSKIPTASTÆRÐFRÆÐI
Meginmarkmið
Nemendur þjálfist í meðferð tölulegra upplýsinga og tileinki sér þær. Einkum öðlist þeir aukna færni í
reikningsaðferðum sem mest eru notaðar í rekstri og viðskiptum.
Námsmarkmið
Viðskiptareikningur
Við lok áfangans skulu nemendur
- hafa gott vald á almennum prósentureikningi
- geta reiknað vexti, vaxtavexti og virðisaukaskatt
- þekkja aðferðir við að reikna út núvirði, verðbætur og vísitölu
- hafa náð tökum á veldareglum og geta unnið með heila og brotna veldisvísa
- hafa kynnst fallhugtakinu, veldisföllum og tengslum þeirra við vaxtareikning
- geta reiknað markgildi kvóta með margliður í teljara og nefnara og sömu rætur í teljara
og nefnara
- skilja tengsl afleiðu og hallatölu snertils og geta diffrað einfaldar margliður
- geta reiknað jaðarkostnað, jaðartekjur, lágmarks einingakostnað, hámarks hagnað og
vaxtahraða kostnaðarfalla
- geta leyst einfaldar lógaritmajöfnur og jöfnur með óþekktum veldisvísi
- geta reiknað summu kvótaraðar
- geta notað jafngreiðsluraðir til að reikna út afborganir lána
Tölfræði
Við lok áfangans skulu nemendur
- hafa öðlast færni í framsetningu tölulegra upplýsinga og geta lesið úr þeim
- geta unnið úr talnasöfnum, þ.e. reiknað raun- og hlutfallstíðni, meðaltal, miðgildi,
meðal- og staðalfrávik, skipt í flokka og sett upp töflur svo og súlu-, stuðla-, línu- og skífurit