STÆR2AF05

STÆR2AF05     Algebra, föll og mengi

Einkunnin B í stærðfræði við lok grunnskóla

Viðfangsefni áfangans eru mengi, rauntalnakerfið, rétthyrnt hnitakerfi, jafna línu, jafna fleygboga og lausnir annars stigs jafna. Einnig er fjallað um einshyrnda þríhyrninga, horn og hornaföll. Í áfanganum er lagður grunnur að skipulögðum vinnubrögðum, röksemdafærslu og nákvæmni í framsetningu við lausn verkefna í stærðfræði.