Starfsþjálfun

Starfsþjálfun

Starfsþjálfun í sjúkraliðanámi  er um það bil 18 vikur eða 80 vaktir og fer fram á viðurkenndum sjúkrahúsum og/eða heilbrigðisstofnunum. Starfsþjálfun er launuð. Æskilegt er að starfsþjálfun fari fram á tveimur mismunandi deildum eða stofnunum. 

Starfsþjálfun er metin sem 27  feininga nám á sjúkraliðabraut.

Tilgangur starfsþjálfunar er að nemendur þjálfi sem best þá færni sem þeir tileinkuðu sér í verknáminu og kynnist deildastarfi og vaktafyrirkomulagi.

Miðað er við að starfsþjálfunartíminn sé 60-100% vinna í alls 18 til 27 vikur og að hver vinnulota sé ekki styttri en 4 vikur eða 20 vaktir.

Nemendur geta tekið 6 vikur (30 vaktir)  af starfsþjálfun og fengið hana metna, þegar þeir hafa lokið áföngunum: HJÚK1AG05, HJVG1VG05, HJÚK3ÖH05 og VINN3ÖH08.  

Nemendur þurfa sjálfir að útvega sér starfþjálfunarpláss á stofnunum. Nemendur geta byrjað starfsþjálfun í framhaldi af verknámsáfanganum VINN3ÖH08.

Nemendur sækja um starfsþjálfunarpláss á Landspítala á vef spítalans og velja þar krækjuna "umsókn um launaða starfsþjálfun sjúkraliðanema skv. námskrá tímabilið…“. Í viðhengi með umsókn þarf að fylgja staðfest vottorð frá kennslustjóra um að nemandi megi hefja starfsþjálfun.

Í lok starfsþjálfunartímabila þurfa nemendur að skila umsögn frá stofnun til kennslustjóra sjúkraliðabrautar á sérstöku námsmatsblaði frá skóla.

Mælt er með að nemendur á sjúkraliðabraut sem ætla að brautskráðst frá skólanum á vorönn ljúki fjögurra vikna starfsþjálfun sumarið áður þ.e. eftir verknámsáfangann VINN3ÖH08 til þess að geta útskrifast í maí árið eftir.