STG 213 Starfsþjálfun skólaliða í grunnskólum
Undanfari
STG 203
Áfangalýsing
Nemanda er gefinn kostur á að nýta þekkingu sína úr fyrra námi og tengja hana verklegri þjálfun. Nemandi kynnist starfi
grunnskólans við raunverulegar aðstæður undir stjórn skólastjóra eða reynds leiðbeinanda sem stjórnar frístundastarfi og lengdri
viðveru barna í viðkomandi grunnskóla. Nemanda gefst tækifæri á að taka þátt í starfi grunnskólans og öðlast
þannig starfsreynslu. Farið verður m.a. yfir siðferðislegt hlutverk starfsmanna í starfi, samskipti og samstarf á vinnustaðnum.
Starfsþjálfunin skal vera í umsjón skólastjóra í viðkomandi grunnskóla. Kennari áfangans sækir um
starfsþjálfun í samráði við nemanda. Viðkomandi framhaldsskóli gerir fyrir hönd nemenda samning við viðkomandi framhaldsskóla um
starfsþjálfun. Í samningi er nánar gerð grein fyrir skyldum nemenda, menntastofnunar og atvinnurekanda.
Þessi áfangi er sex eininga áfangi en sex einingar samsvara um 12 kennslustundum á viku meðan önnin varir. Skipulag áfangans er í
höndum viðkomandi framhaldsskóla og grunnskóla. Æskilegt er að skipulag áfangans sé samfellt að stórum hluta og henti báðum
aðilum, annars vegar nemanda m.t.t. stundaskrár og hins vegar starfsfólki viðkomandi grunnskóla.
Áfangamarkmið
Nemandi
- • læri að nýta þekkingu sína á starfsvettvangi
- • öðlist reynslu í daglegum störfum grunnskóla
- • kynnist mikilvægi samstarfs
- • kynnist starfsáætlunum í grunnskóla
- • þjálfist í að vinna verkefni með börnum á grunnskólaaldri
- • kynnist starfssviði, réttindum og skyldum starfsmanna
- • umsjón með að vinnuhópum barna
- • kynnist sérþörfum nemenda s.s. fötlunum
Efnisatriði
Grunnskólinn, samskipti, notkun áætlana í grunnskóla, dagleg störf , vinna með börnum, réttindi og skyldur starfsmanna,
samstarf við ráðgefandi aðila, sérþarfir nemenda, hlutverk og ábyrgð starfsmanns.
Námsmat
- • Vinnubók
- • Verkefni
- • Umsögn