STR 102 Stýringar og rökrásir

Stýringar                                         STR 102

Undanfari:    Enginn.
Áfangalýsing
Í þessum áfanga er lögð áhersla á að kynna nemendum grunn virkni rofa og segulliða einnig að þeir nái tökum og skilningi á notkun rofa og segulliða. Læri um rofa- og snertu-tækni. Þekki notkun og muninn á kraftrás og stýrirás, þe. notkun segulliða í stýrirásum og kraftrásum. Nemendur læri um virkni og notkun tímaliða í stýrirásum.
Nemendur læri undirstöðu við gerð á einlínu og fjöllínumyndum
Nemendur kynnist táknum og stöðlum sem notaðir eru við gerð teikninga yfir segulliðastýringar.
Nemendur kynnist tölvuforriti til teikninga á rásum segulliða.
Námið byggist upp á verkefnavinnu, þar sem hvert verkefni samanstendur af útlistun þeirrar tækni sem verkefnið fjallar um, auk verklegrar æfingar þar sem nemandinn brýtur verkefnið til mergjar, tengir, prófar og mælir og tekur saman niðurstöður. Í þessum verkefnum verði einnig lögð áhersla á að nemandinn nýti sér mælitæki til að finna tengivillur og bilanir.
Nemendur nýti sér tölvutæknina við skil á verkefnum og skýrslum.
Áfangamarkmið
Nemandi
  • þekki einfaldar gerðir rofa og segulliða.
  • þekki virkni og uppbyggingu segulliða.
  • þekki virkni og gerð tímaliða, seinn inn og seinn út.
  • geti lesið einfaldar einlínu og fjöllínu teikningar.
  • geti hannað minni og einfaldar rofa og segulliðastýringar.
  • geti tengt einfalda kraftrás.
  • kunni skil á notkun mælitækja fyrir einfaldar stýrirásir.
 
Efnisatriði:
  • Af / Á Rofar - Þrýstirofar – Stöðurofar – Gaumljós og notkun þeirra.
  • Notkun og gerð tákna og gerð teikninga við kraftrásir og stýrirásir.
  • Notkun og virkni segulliða í kraftrásum.
  • Notkun og virkni segulliða í stýringum.
  • Notkun og virkni tímaliða í stýringum.
  • Merkingar á búnaði.
  • Verkefni verði bæði bókleg og verkleg þar sem farið er í teikningar, tákn, virkni búnaðar og tengiæfingar. Einnig verði æfingar í notkun mæla við bilanaleit.
  • Kynning á tölvuforriti til teikninga á segulliðastýringum. (t.d. PC-Schematic)
 
Námsmat:
            Verkefnaskil og próf
            Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5,0