STR 203 Stýringar og rökrásir

Stýringar                                                                                STR 203

Undanfari:    STR102.
Áfangalýsing
Í áfanganum sem er í framhaldi af STR102, verða kynnt helstu stýrikerfi sem notuð eru í iðnstýringum, þ.e. segulliðastýringar, loftstýringar, rafeindastýringar og iðntölvustýringar.
Farið verður enn dýpra í segulliðastýringar, þ.e. kraft- og stýrirásir heldur en gert var í
STR 102. Farið verður yfir virkni og notkun yfirálagsvarna, mótorvarrofa og varnarbúnaðar sem notaður er í kraft- og stýrirásum. Haldið verður áfram með teikningar og þá staðla sem notaðir eru, kynnt ýtarlegar teikniforrit fyrir segulliðastýringar (t.d Acad og/eða PCschematic). Farið verður yfir notkun tengilista og tengilistanúmera, strengja- og víramerkingar.
Námið byggist upp á verkefnavinnu, þar sem hvert verkefni samanstendur af útlistun þeirrar tækni sem verkefnið fjallar um, auk verklegrar æfingar þar sem nemandinn brýtur verkefnið til mergjar, tengir, prófar og mælir og tekur saman niðurstöður. Í þessum verkefnum verði einnig lögð áhersla á að nemandinn nýti sér mælitæki til að finna tengivillur og bilanir.
Nemendur nýti sér tölvutæknina við skil á verkefnum og skýrslum.
Áfangamarkmið
Nemandi
  • kannist við helstu stýrikerfi sem notuð eru í iðnstýringum
  • þekki notkun og virkni á yfirálagsvörnum fyrir rafmótara, mótorvarrofa og varnarbúnaðar sem notað er í tengslum við kraft- og stýrirásir.
  • þekki notkun og virkni endastoppsrofa, flotrofa og neyðarstoppsrofa
  • þekki notkun og virkni á þrýstiliðum og segullokum
  • þekki notkun á tengilistum og tengilistanúmerum
  • þekki notkun á merkingum þ.e. , víra- og strengjamerkingar
  • kannist við teikniforrit sem hægt er að nota fyrir stýrirás- og kraftrásarteikningar
  • þekki til bilanaleitar í segulliðastýringum
 
Efnisatriði:
  • Kynning á stýrikerfum í iðnstýringum
  • Yfirálagsvarnir, mótorvarrofar og annar varnarbúnaðar í segulliðastýringum
  • Endastoppsrofar, flotrofar og neyðarstoppsrofar
  • Þrýstiliðar og segullokar
  • Tengilistar, tengilistanúmer, víramerki og strengjamerki
  • Ýtarlegri kynning á teikniforritum fyrir stýrirásarteikningar, stýri- og kraftrásir
  • Verkefni verði bæði bókleg og verkleg þar sem farið er í teikningar, tákn, virkni búnaðar og tengiæfingar. Einnig verði æfingar í notkun mæla við bilanaleit
 
Námsmat:
            Verkefnaskil og próf

            Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5,0