Stýringar STR 402
Undanfari: STR-302.
Áfangalýsing
Í áfanganum er nemendum kynnt skynjaratækni og ýmsar gerðir af skynjurum, svo sem spanskynjara, rýmdarskynjara, þrýstiskynjara, hitaskynjara og
hæðarskynjara.
Í áfanganum verður nemendum kynnt nokkrar gerðir af iðntölvum og notkun þeirra í iðnstýringum, tenging þeirra við ýmsan
jaðarbúnað svo sem skjámyndakerfi.
En höfuð áhersla í þessum áfanga er að nemendur kynnist og læri á litlar stýrivélar (iðntölvur), það er
virkni og uppbyggingu iðntölva. Nemendur fái kennslu og þjálfun í forritun iðntölva og notkun á forritunartækjum og
forritunarhugbúnaði fyrir iðntölvur. Nemendur læri gerð flæðimynda fyrir stýringar. Þeir fái æfingu í gerð teikninga af
iðntölvum og tengimyndir fyrir þær og þann búnað sem þeim tengist.
Námið byggist upp á verkefnavinnu, þar sem hvert verkefni samanstendur af útlistun þeirrar tækni sem verkefnið fjallar um, auk verklegrar
æfingar þar sem nemandinn brýtur verkefnið til mergjar, tengir, prófar og mælir og tekur saman niðurstöður. Í þessum
verkefnum verði einnig lögð áhersla á að nemandinn nýti sér mælitæki til að finna tengivillur og bilanir.
Nemendur nýti sér tölvutæknina við skil á verkefnum og skýrslum.
Áfangamarkmið
Nemandi
- kynnist skynjaratækni með áherslu á virkni rýmdar-, span-, hita-, hæðar- og þrýstiskynjara
- kynnist helstu gerðum af iðntölvum og notkun iðntölva í iðnstýringum og tengingu þeirra við ýmsan jaðarbúnað svo sem
skjámyndahugbúnað
- þekki uppbyggingu og virkni á litlum iðntölvum, spennugjafa, grunneiningar, stafrænar inn- og útgangseiningar
- þekki gerð flæðimynda fyrir stýringar
- kynnist og þekki inn á IEC 1131 staðalinn sem gildir fyrir forritun á iðntölvum
- kynnist og þekki forritunartæki og forritunarhugbúnað fyrir iðntölvur
- kynnist og þekki inn á helstu grunnskipanir í ladderforritun
- þekki og geti umritað segulliðastýringar yfir í ladderforrit
- þekki og geti teiknað tengimyndir af iðntölvum og þeim búnaði sem tengist þeim, t.d. rofum og segulliðum, inn- og útgangar
- þekki og geti tengt iðntölvur og búnað sem tengis þeim inn og útgangar
Efnisatriði:
- Span-, rýmdar-, hita-, hæðar- og þrýstiskynjarar
- Iðntölvur, spennugjafar, grunneiningar, stafrænar inn- og útgangseiningar Forritunarbúnaður fyrir iðntölvur, forritunartæki,
forritunarhugbúnaður og tenging iðntölva við PC-tölvur
- Forritunarmál, ladder, IEC-1131
- Flæðirit
- Teikningar af iðntölvum og tengingum þeirra
- Segulliðar, þrýstirofar, loftlokar og annar búnaður úr áföngum STR-102, STR-202 og STR-302
- Verkefni verði bæði bókleg og verkleg þar sem farið er í teikningar, tákn, virkni búnaðar og tengiæfingar. Einnig verði
æfingar í notkun mæla við bilanaleit
Námsmat:
Verkefnaskil og próf
Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5,0