TEH 203 Teikningar og verklýsingar í húsasmíði

TEH203 Teikningar og verklýsingar í húsasmíði

Undanfarar: TEH103


Þjálfun í lestri og gerð byggingateikninga með áherslu á timburhús og þakvirki. Umfjöllun um almenna byggingauppdrætti og burðarvirkisuppdrætti þar sem m.a. er komið inn á ýmiss konar álag á byggingar og brunahönnun. Algengustu útfærslur burðarvirkja úr tré, byggingatæknilegar lausnir, hönnunarforsendur, verklýsingar með tilliti til m.a. efniskrafna og einangrunar. Mátkerfi fyrir byggingariðnaðinn og þjálfun í gerð efnislista og kostnaðarútreikninga á grundvelli hönnunargagna. Áfanginn er ætlaður húsasmiðum.