TNT 102 Tölvur og netkerfi

Tölvur og Net                   TNT 102

Undanfari:    Enginn.
Áfangalýsing
Í þessum áfanga kynnist nemandinn stafrænni tækni og nær tökum á grunnatriðum hennar svo sem hliðum, talnakerfi sem notuð eru við stafrænar rásir og lærir að breyta tölum og kóðum milli þessara talnakerfa, Einnig lærir nemandinn að nota sannleikstöflur til að skilgreina virkni rökrásanna, lærir að nota Bólskan rithátt og Bólskar jöfnur til að skilgreina virkni rökrása og læri að einfalda þær með hjálp Karnaugh korta. (Ekki er reiknað með að Bólsk algebra verði kennd í þessum áfanga, aðeins ritun merkja á Bólsku formi og gerð Bólskrar jöfnu rásarinnar). 
Að auki tileinki nemandinn sér þá teiknistaðla sem notaðrir eru í rökrásateikningum og teikning og prófun rása í hermiforriti svo sem Mulitsim.
Námið byggist á verkefnavinnu, þar sem hvert verkefni samanstendur af útlistun þeirrar tækni sem verkefnið fjallar um, auk verklegrar æfingar þar sem nemandinn brýtur verkefnið til mergjar, tengir, prófar og mælir og tekur saman niðurstöður. 
Í þessum verkefnum verði einnig lögð áhersla á að nemandinn nýti sér mælitæki til að finna tengivillur og bilanir ásamt prófana í hermiforriti.
Nemendur nýti sér tölvutæknina við skil á verkefnum og skýrslum.
Áfangamarkmið
Nemandi
  • Þekki muninn á stafrænni og hliðrænni tækni
  • Þekki grunnhliðin þrjú AND, OR og NOT ásamt NAND, NOR og XOR
  • Þekki myndun talna með hjálp stafrænna rása (Kóðun).
  • Þekki tvíunda-, tuga-, áttundar- (Oktal) og sextándar- (Hexadecimal) talnakerfi og geti breytt tölum á milli þeirra.
  • Geti sett upp sannleikstöflur fyrir einfaldar rökrásir.
  • Þekki pulsarit og geti sett upp sannleikstöflu með hjálp þess.
  • Geti ritað bólska jöfnu fyrir einfalda rökrás.
  • Geti einfaldað rökrásir með hjálp Karnaugh korta.
  • Geti notað almenn tölvuforrit við verkefnaskil og skýrslugerð.
  • Geti teiknað og prófað einfaldar rásir með hjálp hermiforrits svo sem Multisim.
  • Kunni skil á notkun mælitækja við mælingar og prófanir á rökrásum.
  • Kunni skil á helstu teiknistöðlum sem notaðir eru við gerð rökrásateikninga.