TNT 303 Tölvur og netkerfi

Tölvur og Net                        TNT 303

Undanfari:    TNT 203
Áfangalýsing
Í þessum áfanga kynnast nemendur staðarnetkerfi, LAN, helstu stöðlum, lögnum og helstu tækjum. OSI-líkanið kynnt og hlutverk tveggja neðstu laga þess kennd, þ.e. bitaflutningslags (physical) og nærnetslags (data-link). Að nemendur þekki bandbreidd og tíðniróf og geti þannig áttað sig á meginatriðum í flutningi stafrænna gagna, hvort sem er með rafstraumi eða ljósi. Deyfing og viðnám í leiðurum.
Nemendur fái þjálfun í parsnúnum kapallögnum, TP, og kynningu á ljósleiðara og öðlist færni í tengingum og frágangi tækja í lagnaskáp. Farið verður í uppsetningu útstöðvar, bilanaleit og almennt viðhald. Mælingar eru gerðar á netkerfum. Hlutverk MAC-vistfangs kennt og IP-vistfangið kynnt. Nemendur nýti sér tölvutæknina við skil á verkefnum og skýrslum.
Áfangamarkmið:
Nemandi
·         þekki hugtakið staðarnet, LAN, hlutverk þess helstu staðla, helstu tæki og lagnabúnað auk helsta munar á staðarneti, LAN, og víðneti, WAN.
·         kynnist OSI-líkaninu og þekki virkni tveggja neðstu laga þess
·         þekki á hverju flutningur stafrænna gagna, bæði í formi straums eða ljóss, byggist og hvernig merkið getur dofnað eða aflagast
·         geti lagt parsnúinn kapal frá skáp í tengil og tengt hann
·         geti sett upp lagnaskáp og komið fyrir í honum tækjum og tengt þau. Þekki helstu tengiáhöld og geta staðsett skápinn skynsamlega í rými
·         geti sett upp og tengt útstöð á staðarneti og koma fyrir á henni tengingu við bæði póstþjón sem og Netþjón.
·         hafi gott vald á mælitækjum til mælinga á einföldu staðarnetkerfi, bæði til bilanagreininga sem og til umferðargreiningar.
·         þekki uppbyggingu og hlutverk MAC-vistfangið og þekki hlutverk IP-vistfangið
Efnisatriði:
Staðarnet og víðnet, nethögun (toplogi), helstu staðlar sv.s.: IEEE-802.3xx, 1000BaseT, 1000BaseLX og 1000BaseSX, helsti búnaður sv.s.: CAT-staðla, RJ-45, GG/GP-45, SC/ST/FC/LC-ljósleiðaratengi, SM 9/125, MM 62,5/125 og LSA+/RXS-tengilistar, helstu einingar s.s.: Gbps og dB, OSI-líkanið, MAC-vistfang, IP-vistfang, tíðnirófið, stýrikerfi og uppsetning á póstkerfi og Nettengingu, bilanagreining á netkerfi
 
Kennsluform:
Kennsla skiptist nokkuð jafnt í bóklegan hluta og verklegan hluta. Bóklegi hlutinn eru fyrirlestrar og skrifleg verkefni. Verklegi hlutinn er lagnavinna, tengingar og uppsetning útstöðvar á neti. Bilanagreining.
 
Námsmat:
            Verkefnaskil og próf
            Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5,0