VGÆ 105
Undanfari enginn
Bóklegur hluti VST 204. Eldsneyti bulluvéla, mismunandi tegundir eldsneytis og eiginleikar. Mismunandi brunahol dísilvéla. Kæling bulluvéla, rekstur og
viðhald kælivatns- og kælisjókerfa. Eldsneytis- og rafbúnaður otto-bulluvélarinnar. Blöndungurinn og rafmagnskveikjan. Aflyfirfærslan frá
aflvél að skrúfu, rekstur og viðhald. Undirstöður og afrétting aðalvéla og hjálparvéla í skipum. Skipsskrúfan. Tengsli.
Stjórnun gangstefnu skipa. Mismunandi gerðir gangráða og yfirsnúningshraðavörn. Skipagerðir, geymar, vatnsþétt skilrúm og
þurrhylki. Austurskerfi og kjölfestukerfi. Sjókerfi og ferskvatnskerfi til almennra nota. Afgaskerfi. Vökvavindukerfi bæði há- og
lágþrýstikerfi. Stýrisvélar. Upphitun skipa. Brunavarnarkerfi í bátum og skipum (sjókerfi). Flokkun og eftirlit.
Að auki: Eiginleikar og meðhöndlun smurolíu, síur og skilvindur (eðlisþyngd, seigja, blossamark, basatala). Öryggiskerfi sem
varðasnúningshraða, smurolíuþrýsting, smurolíuhita, kælivatnsþrýsting og kælivatnshita í skipum. Umgengni og þrif
í vélarrúmi.
Úr rafmagnsfræði: Segulrofarásir, rafalar, mótorar, rafgeymar, rafkerfi báta og siglingatæki. · Verklegur
þáttur: Rekja og teikna hin ýmsu kerfi í vélarrúminu (sjó- og ferskvatnskerfi, smurkerfi, ræsikerfi, eldsneytiskerfi,
brunavarnakerfi). Gírkassar teknir í sundur og skoðaðir. Olíuverk tekið í sundur og skoðað. Slitmælingar á strokkum og bullum. Stilla
afgas- og sogloka á dísilvél og lokaskoðun. Skoðun og slitmæling á legum. Keyrsla á spilkerfi og mælingar á togkrafti og
vírhraða á mismunandi tromluþvermáli. Skilvindur teknar í sundur og keyrðar. Bilanagreining á dísilvél. Þjálfun í
tengingum rafala og rafmótora við net með segulrofarásum, viðhald og meðferð rafgeyma.