Verktækni grunnnáms
VGR 303
Undanfari: VGR 202.
Áfangalýsing
Lögð er áhersla á tengingu rafbúnaðar við ytra umhverfi, hvernig skynjarar tengjast við og gefa upplýsingar til rafbúnaðar og hvernig
niðurstöðum úrvinnslu eins og t.d. mögnun eru skilað út aftur. Nemendur vinna ýmis verkefni svo sem að smíða prentplötu, bora og
lóða íhluti, mæla og prófa virkni þeirra og notagildi. Ennfremur smíða þeir smærri rafeindatæki svo sem dimmi og ljósnema
og hreyfilstýringar . Gerðar eru mælingar á verkefnum með sveiflusjá. Þá er um að ræða flóknari verkefni þar sem nemendur
gera áætlanir, teikna, reikna, herma, smíða, tengja og prófa búnað að eigin vali hvort heldur er rafeindatæki eða annað með lág-
og smáspennuívafi. Lögð er áhersla á sjálfstæði og áræði nemenda í hugsun, verkefnavali og vinnubrögðum.
Áfangamarkmið:
Nemandi
· þekki ýmsar gerðir skynjara línulega sem ólínulega
· viti hvernig mögnun fer fram
· geti unnið með yfirborðslóðaða íhluti (SMD).
· geti smíðað rafeindatæki af ýmsum gerðum(lokaverkefni).
· geti notað hermiforrit til að líkja eftir ýmsum rásum
· geti gert verk- og efnisáætlun fyrir minni rásahönnun
· geti prófað og mælt rásir
· kunni skil á mælingum með sveiflusjá
Efnisatriði:
Stafrænar rásir, viðvörunarkerfi, jákvæð og neikvæð afturverkun, reglun, fjarstýringar. Nálgunar- og Hall skynjarar.
Sínusbylgjugjafar, tíðnisíur og lágtíðnimagnarar, hljóðnemar, ljósastýringar, hreyfiskynjarar, reykskynjarar, hitaskynjarar,
þrýstiskynjarar, segulskynjarar, hreyfilstýringar, spennugjafar, lágtíðnimagnarar, og viðtæki.
Yfirborslóðun (SMD). Þjálfun í notkun mælitækja og verkfæra.
Námsmat:
Verkefnaskil og próf
Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5,0