Verktækni grunnnáms
VGR 403
Undanfari: VGR 303.
Áfangalýsing
Fjallað er um undirstöðuþætti aflmagnara.
Nemendur leysa ýmis verkefni þar sem þeir fá frekari æfingu í að gera áætlanir, teikna og smíða rásir sem tengjast
lokaverkefninu. Þeir smíða rásaeiningar, mæla og prófa virkni þeirra og notagildi.
Nemendur ljúka við smíði og frágang lokaverkefnis.
Farið er í bilanaleit í rafeindatækjum.
Áfangamarkmið:
Nemandi
- þekki ýmsar gerðir aflmögnunar.
- þekki mögnunarflokka A og B magnara .
- geti hannað og tengt saman flóknar rafeindarásir.
- geti gert verk- og kostnaðaráætlun fyrir hönnunarverkefni.
- geti tengt rásaeiningar við stjórnbúnað.
- kunni skil á bilanagreiningu í rafeindarásum.
- skili skýrslu um lokaverkefnið.
Efnisatriði:
Aflmagnarar, formagnarar, PushPull rásir, aðgerðamagnarar. Lampamagnarar.
Ýmsar gerðir skynjara svo sem ljósastýringar, hreyfiskynjarar, rakaskynjarar, reykskynjarar, hitaskynjarar, þrýstiskynjarar, segulskynjara og
ljósrofa(optokupler).
Námsmat:
Verkefnaskil og próf
Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5,0