VIÐ 113 Markaðsfræði

VIÐ113

Undanfari: Enginn
Markaðsfræði 
Kynnt eru grunnhugtök og meginviðfangsefni markaðsfræðinnar. Áhersla er lögð á að auka skilning nemenda á gildi markaðsstarfs fyrir neytendur, fyrirtæki og samfélagið í heild. Leitast er við að nemendur tileinki sér markaðslega hugsun. Fjallað er um söluráðana og samval þeirra við markaðssetningu. Kynnt eru fyrir nemendum helstu atriði er varða umhverfi fyrirtækja, markaðshlutun, markaðsrannsóknir, markaðsáætlanir og vinnubrögð við markaðssetningu. Æskilegt er að gefa nemendum kost á að kynnast vinnubrögðum í markaðssetningu með því að vinna að hagnýtu verkefni á því að sviði.