VIN 105 Vinnustaðanám á öldrunardeild

VIN 105 Vinnustaðanám á öldrunardeild

Undanfari: HJV 103 og samhliða áfangi eða undanfari HJÚ 203

Meginmarkmið

Að nemandi öðlist færni í hjúkrun aldraðra og þroski með sér jákvæð viðhorf til þeirra.

Áfangalýsing

Verknám fer fram á öldrunar- og/eða hjúkrunardeildum. Námstíminn er 15 átta klukkustunda vaktir á önn. Hjúkrunarkennari, leiðbeinandi og deildarstjóri bera sameiginlega ábyrgð á verklegu námi sjúkraliðanema. Nemandi fylgir leiðbeinanda við öll almenn störf sjúkraliða. Í upphafi tímabils setur nemandi sér persónuleg og fagleg markmið um verknámið. Á meðan á verknámi stendur skal nemandi fylla út gátlista um unna verkþætti.

Áfangamarkmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandi að

• sýna færni í að aðstoða skjólstæðing við ADL (athafnir daglegs lífs)

• þekkja og beita viðurkenndum reglum um smitgát og sýkingavarnir

• sýna færni í að fyrirbyggja og meta fylgikvilla rúmlegu

• sýna færni í samskiptum við skjólstæðinga

• geta gert grein fyrir mikilvægi umhyggju í hjúkrunarstörfum

• sýna færni í eftirliti og mati á líkamlegu og andlegu ástandi sjúklings

• geta skráð lífsmörk, útskilnað og inntekt

• geta nýtt sér hjálpartæki og hjúkrunargögn á viðeigandi hátt

• geta gert grein fyrir slysagildrum í umhverfi skjólstæðings og beitt forvörnum

• geta útskýrt tilgang þverfaglegrar samvinnu á öldrunarstofnunum

• sýna færni í að skipuleggja hjúkrun skjólstæðinga sinna í samvinnu við leiðbeinanda

• skilja hlutverk sjúkraliða á viðkomandi deild

• geta gert grein fyrir mikilvægi trúnaðar og þagnarskyldu við skjólstæðing.

 

Efnisatriði

Sjálfsumönnun, sjálfsbjargargeta, ADL, smitgát, samskipti, umhyggja, fyrirbygging fylgikvilla, eftirlit, mat á ástandi sjúklings, skráning, lífsmörk, vökvaskrá, morgunaðhlynning, hjúkrunargögn, hjálpartæki, slysavarnir.

Námsmat

Ferilbók. Dagbók þar sem fram koma störf dagsins, upplifun og tjáning nemanda. Miðannarmat. Lokamat.