VST204

VST204 Vélstjórn

Undanfari: VST103

Í þessum áfanga öðlast nemendur þekkingu á helstu véla- og lagnakerfum um borð í skipum að því marki að hann geti dregið upp riss eða teikningar af slíkum kerfum. Þeir kynnast uppbyggingu og virkni mismunandi vélagerða, þeim íhlutum eða einingum sem brunavél samanstendur af og hlutverki þeirra. Nemendur öðlast nægilega haldgóða þekkingu og færni í notkun véla og vélakerfa til að þeir séu færir um að þjóna og stjórna vélbúnaði í smærri skipum.