VST304

VST304 Vélstjórn

Undanfarar: VST204, VFR113

Nemendur læra hvernig nota má teikningar og leiðbeiningabæklinga til að öðlast þekkingu á uppbyggingu einstakra vélarhluta og kerfa og hvernig meta má ástand þeirra. Nemendur gera tillögur um viðgerðir á þeim. Þeir kynnast eldsneytisolíum og kerfum, smurolíum og smurolíukerfum, krosshausvélum og langbulluvélum með tilliti til brennslu svartolíu, notkun á mismunandi smurolíum. Nýtingu glataðs varma frá vélum með varmaskiptum og afgaskötlum. Þeir öðlast þekkingu á tæringarvörnum ferskvatns- og sjókerfa á ferskvatnsframleiðslu um borð í skipum ásamt því að þekkja helstu gerðir skilvindna og kunna skil á skilvindukerfum, austur- og kjölfestukerfum og þeim reglum sem um þær gilda (MARPOL). Nemendur kynnast vaktreglum STCW-samþykktarinnar og um skyldur vélstjóra við vaktstöðu, svo sem færslu vélabóka og skráningu upplýsinga um ástand vélbúnaðar. Þeim á jafnframt að vera kunnugt um til hvaða ráðstafana skuli grípa í neyðartilvikum. Í verklegum hluta áfangans eru teiknuð upp í staðaltáknakerfi öll kerfi meðalhraðgengrar dísilvélar og sömu kerfum er lýst fyrir hæggenga krosshausvél. Olíuverk eru skoðuð, prófuð og stillt. Meðalhraðgeng dísilvél keyrð, teknar af henni ritmyndir og lesið úr þeim. Vatnsröraketill kyntur upp og brunaloftið stillt eftir afgasgreiningu og eimkerfi hans teiknað.