VTÆ102

VTÆ102 Véltækni

Undanfarar: VST204, STI103, KÆLK202

Í þessum áfanga öðlast nemandi þjálfun í rekstri vélbúnaðar, öflun upplýsinga um ástand hans með mælitækjum, þjálfun í mati á þeim upplýsingum, þ.e. samanburði mældra gilda við eðlilegt eða æskilegt ástand, og þjálfun í að taka ákvarðanir um viðbrögð ef niðurstöður geta tilefni til. Nemendur eiga að nýta sér námsefni undanfara og þekkingu í vélfræði með verklegum æfingum þar sem þeir framkvæma verklegar tilraunir sem hafa það hlutverk að auka skilning á einstökum þáttum fræðigreinarinnar.