Könnun á upplifun nýnema á viðburðum í nýnemaviku VA

Í kjölfarið á nýnemavikunni lagði skólinn rafræna, nafnlausa könnun fyrir nýnema sem ætlað var að kanna upplifun þeirra á viðburðum vikunnar.

20 nemendur svöruðu könnuninni og var kynjaskipting jöfn. Helmingurinn af hópnum sem svaraði tók þátt í öllum nýnemaviðburðum, 35% flestum og 15% eða þrír nemendur tóku ekki þátt í neinum viðburði. Þátttaka í atburðum var valfrjáls.

75% af nemendum fannst gönguferðin og leikirnir á eftir vera skemmtilegir, 20% eða fjórir nemendur svöruðu hvorki né en og einum nemanda fannst frekar leiðinlegt. Engum fannst viðburðurinn mjög leiðinlegur.

Mikil ánægja var með nýnemabíóið og pizzaveisluna þar sem allir þátttakendur sögðust vera ánægðir. 95% nemenda voru ánægðir með þrautabrautina á bryggjunni á föstudeginum en einn nemandi svaraði hvorki né. Enginn þátttakandi var óánægður.

Í heildina voru 80% nemenda ánægðir með viðburði nýnemavikunnar og enginn óánægður. Í skriflegum svörum um hverju nemendur myndu vilja breyta svöruðu nemendur ýmist nei eða komu með óskir um meiri, lengri og harkalegri eða grófari busun. Þegar spurð um hvort eitthvað hefði verið sérstaklega skemmtilegt eða vel heppnað voru svörin ýmist allt eða þrautabrautin á föstudeginum.

Að mati starfsmanna, sem fylgdust vel með málum í þessari viku, stóðu eldri nemendur sig vel í skipulagningu og framkvæmd þessara viðburða. Ströngum reglum var vel fylgt og nemendur vönduðu sig í framkomu og samskiptum. Vikan virtist hrista nýnemahópinn vel saman og þeir kynnst mörgum eldri nemendum. Þessi vika var því skemmtileg byrjun á góðu skólaári.