Skíða- og útivistardagur VA

Þriðjudaginn 14. apríl n.k. er stefnt að því að hafa skíða- og útivistardag VA í Oddsskarði.  Þeir nemendur sem ekki fara á skíði, bretti eða gönguskíði eru hvattir til að taka með sér sleða, þoturass eða fara í gönguferð um svæðið og njóta dagsins.  Nemendur geta leigt skíðagræjur á svæðinu.

 

Skólinn býður í lyfturnar, þeir sem ætla að nýta sér það fá dagpassa í skíðaskálanum.

 

Dagskrá dagsins verður með þessum hætti:

 

  • Kennt verður til kl 12:00
  • Rútur fara frá skólanum kl. 13:00
  • Rútur fara frá skíðasvæðinu kl. 16:00 til Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og Norðfjarðar.

Manntal verður tekið á skíðasvæðinu við komuna þangað.