Umhverfisvænni lausnir fyrir jólin

Nú þegar líða fer að jólum eru öll á fullu að græja og gera. Umhverfisnefnd skólans hefur tekið hér saman nokkur atriði sem gott er að hafa í huga fyrir jólagjafainnkaup og sniðugar lausnir fyrir innpakkningar á gjöfum. 

Jólagjafir

  • Er eitthvað sem viðkomanda vantar?
  • Velja það sem er nytsamlegt.
  • Gefa til góðs málefnis t.d. í hjálparstarf eða styrktarsjóði í nafni viðkomandi.
  • Fara á nytjamarkaði.
  • Gefa upplifun.
  • Gefa hluti sem nýtast og hverfa að mestu eins og matvæli, kerti og sápur.
  • Velja vörur sem eru framleiddar á umhverfisvænan hátt.
  • Velja vörur sem eru með engar eða umhverfisvænar umbúðir.
  • Versla í heimabyggð.

 

Innpökkun

Eftir hver jól er ógrynni af gjafapappír hent í ruslið eftir notkun. Hefðbundinn gjafapappír er óendurvinnanlegur og endar í urðun.

Við innpökkun er hægt er að nota það sem fellur til á heimilinu:

  • Endurnýta gjafapappír
  • Tímaritapappír eða dagblaðapappír
  • Pappapokar sem oft safnast upp.
  • Endurnýta textíl.

Hægt er að nýta gamla jóladúka, jólagardínur eða jólaefni (t.d. frá nytjamörkuðum) og útbúa gjafapoka fyrir jólagjafir. Þetta er umhverfisvæn leið til pakkninga og frábær staðgengill gjafapappírs. Hægt er að gefa efnið til baka til þess sem gaf það eða notað það sjálf til að pakka inn gjöfum. Gjafapokarnir eru falleg lausn sem hægt er að nota aftur og aftur.

Á myndunum i má sjá hvernig hægt er að nýta textíl til að pakka inn. Merkisspjöldin eru búin til úr gömlum jólakortum og afgangspappír.