VA mætir Kvennó

Í kvöld var dregið í viðureignir annarrar umferðar Gettu betur á Rás 2. Fimmtán sigurlið úr fyrri umferð komast áfram í aðra umferð ásamt stigahæsta tapliðinu sem er að þessu sinni lið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sem hlaut 24 stig eftir jafna og æsispennandi keppni við lið Kvennaskólans.

Viðureignir drógust sem hér segir:

laugardagur 25.jan
kl.14:00 Verzlunarskóli Íslands - Menntaskólinn á Ísafirði
kl.14:30 Fjölbrautaskóli Garðabæjar - Menntaskólinn í Kópavogi
kl.21:00 Borgarholtsskóli - Fjölbrautaskóli Suðurnesja
kl.21:30 Kvennaskólinn - Verkmenntaskóli Austurlands
 
sunnudagur 26.jan
kl.14:00 Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi - Fjölbrautaskóli Suðurlands
kl.14:30 Menntaskólinn við Hamrahlíð - Menntaskóli Borgarfjarðar
kl.21:00 Menntaskólinn á Akureyri - Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
kl.21:30 Menntaskólinn í Reykjavík - Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
 
Í lok síðustu viðureignar á sunnudag er dregið í viðureignir í sjónvarpi sem fara fram frá 31.janúar til 14.mars.

 

Spyrill Gettu betur er Björn Bragi Arnarson, spurningahöfundar og dómarar eru Margrét Erla Maack og Steinþór Helgi Arnsteinsson.

Heimild: ruv.is