VA nemendur í húsasmíði í vettvangsferð

Nemendur á 2. og 4. önn í húsasmíði við VA lögðu land undir fót og heimsóttu Fáskrúðsfjörð. Þar skoðuðu þeir framkvæmdir við Franska-spítalann undir leiðsögn Þorsteins Bjarnasonar húsasmiðs. Nemarnir fengu að heyra sögu hússins og endurreisnina frá byrjun og hvernig menn hugsa lokaútlit þess og tilgang í samfélaginu. Kennararnir Jón Þorláksson og Jóhann Stephensen stýrðu hópnum. Í framhaldinu var haldið til Héarðs og innréttingaverksmiðja Brúnáss skoðuð. Þar var þeim kynnt ferlið frá plötu til fullbúinnar innréttingar. Nemendunum þótti mikið til koma og voru áhugasöm um það sem þau sáu og kynntust í ferðinni.