Markmið 1: Flokkun á sorpi í plast, pappa, almennt, dósir/ flöskur og rafhlöður.
Aðgerðir: Settar upp flokkunartunnur í allar kennslustofur (almennt sorp, plast, pappír, dósir/flöskur) og víðar. Skæri sett við vaska til að auðvelda hreinsun á fernum. Reynt að gera aðstæður þannig að hægt sé að flokka og þrífa án of mikillar fyrirhafnar. Upplýsa nemendur og starfsfólk um markmið.
Umhverfisnefndin var ábyrg fyrir að markið næðist. Húsvörður og ræstiteymi sá um uppsetningu. Uppsetning og aðstaða til að flokka gekk vel. Það tók smá tíma að fá nemendur og starfsfólk til að flokka rétt en með því að upplýsa og minna á flokkunina reglulega gekk það ágætlega. Almennt sorp minnkaði. Atferli nemenda og starfsfólks breyttist til batnaðar þegar leið á önnina.
Markmið 2: Upplýsa nemendur og starfsfólk um mikilvægi þess að flokka rétt, minnka úrgang og spara orku.
Aðgerðir: Hvetja til flokkunar á jákvæðan hátt. Miðar settir fyrir ofan alla slökkvara um að munið að slökkva. Spjöld á þurrkurhlífar við vaska með hvatningu um að spara pappír. Auglýsingar á skólaskjáinn sem skipt er út reglulega þar sem hvatt er til flokkunar á jákvæðan og skemmtilegan hátt.
Umhverfisnefndin var ábyrg fyrir að markmið næðist og gekk það vel. Miðar með brosköllum og öðrum myndum voru sett upp sem hvöttu til að slökkva ljós og spara þurrkupappír. Keppni var sett í gang til að hvetja nemendur til að búa til auglýsingarnar. Áætlað er að hafa auglýsingar á skólaskjáinn gegnumgangandi þannig að það komi nýjar hvatningar á skjáinn reglulega. Sjá skólaskjá, https://www.va.is/is/moya/tv
Markmið 3: Skipta yfir í umhverfisvænar hreinlætisvörur, pappír og plastpoka.
Aðgerðir: Kanna hjá birgjum úrval og kostnað af umhverfisvænum efnum, pappír og plastpokum. Skipta út hreinlætisvörum, pappír og plastpokum í áreiðanlegar umhverfisvænar vörur.
Húsvörður, Björgúlfur Halldórsson, var ábyrgur fyrir markmiði. Hann kannaði stöðuna og upplýsti umhverfisnefnd um stöðu mála. Skólinn var nokkuð vel settur í þessum efnum en það sem uppá vantaði, aðallega hreinlætisvörur, var skipt út fyrir umhverfisvænni vörur og var tekið í notkun þegar það sem til var var uppurið.
Markmið 4: Bæta við moltutunnu til að minnka sorp sem fer í urðun. Endurskipulagning á flokkunartunnum.
Aðgerðir: að fá moltutunnu við skólann. Setja upp ílát fyrir moltu innanhúss með hinum safnílátunum. Endurskipulagning á flokkunartunnum þ.e. minnka tunnu fyrir almennt sorp, stækka tunnu fyrir pappír, bæta við lítilli tunnu fyrir moltu. Fækka tunnum þ.e. fjarlægja úr stofum og hafa einungis frammi á göngum.
Húsvörður ásamt ræstingarteymi og umhverfisnefnd ábyrg fyrir markmiði. Markmið gekk vel og allt orðið klárt fyrir haustönn 2018.
Markmið 5: Halda fatamarkað, samhliða fyrirlestri Stefáns Gíslasonar um fataneyslu og fatasóun.
Markmið var að þátttakendur yrðu meðvitaðir um fataneyslu og fatasóun.
Aðgerðir: Nemendur og kennari í vistfræði (LÍFF2VF05) voru með yfirumsjón með fatamarkaði. Öllum öðrum nemendum og starfsfólki var frjálst að vera með. Nemendur skipulöggðu og skiptu með sér verkum. Auglýstu og græjuðu föt á markaðinn ásamt því að græja fatamarkað.
Auglýsingar gengu vel. Auglýst var í skólanum, í verslunum í bænum og á samfélagsmiðlum. Austurfrétt, fréttamiðill á austurlandi, hafði samband og kom grein í miðilinn um fatamarkaðinn. Sjá, https://www.austurfrett.is/lifid/fatasoun-er-stort-vandamal-sem-vardar-okkur-oll
Mikið af fötum safnaðist á markað og gekk fatamarkaður vel. Náðist að safna fyrir vatnsdælu hjá UNICEF sem var að ósk nemenda. Afgangur af fötum var sett í rauða krossinn.