,,Vertu næs" - fordómafræðsla í VA

Nemendur VA fengu í vikunni góða gesti frá Rauða krossinum. Heimsóknin er liður á átakinu ,,Vertu næs" og er boðið upp á fræðslu sem nefnist ,,Fjölmenning eða fordómar?" 

Fræðsluherferðin hefur farið vítt og breitt um landið og fjöldi skóla hefur fengið þau Önnu Láru og Juan í heimsókn. Megin inntak fræðslunnar sem þau Anna Lára og Juan veita er að við lítum öll í eigin barm og skoðum hvernig við getum lagt okkar af mörkum til að taka vel á móti þeim innflytjendum sem kjósa að búa með okkur hér á Íslandi.